Fyrirtækið
119
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-119,qode-restaurant-1.1.1,stockholm-core-1.2.1,select-theme-ver-7.5,ajax_fade,page_not_loaded,vertical_menu_enabled,paspartu_enabled,menu-animation-underline,side_area_uncovered,,qode_menu_,wpb-js-composer js-comp-ver-6.5.0,vc_responsive

Starfsemi

Íslenskir fjárfestar hf. er óháð verðbréfafyrirtæki sem þjónustar fjárfesta, jafnt innlenda sem erlenda, á sviði verðbréfamiðlunar og fjárfestingaráðgjafar. Íslenskir fjárfestar annast miðlun innlendra og erlendra verðbréfa, jafnt skráðra sem óskráðra, auk þess sem félagið hefur sérhæft sig í miðlun fjárfestingar í erlendum verðbréfasjóðum. Viðskiptavinir félagsins eru allt frá sparifjáreigendum til stærri fjárfesta, svo sem stofnanafjárfesta, en megin þorri starfseminnar fellst í þjónustu við fagfjárfesta. Félagið hefur verið aðili að Kauphöll Íslands, Nasdaq Iceland, frá árinu 1997.

 

Starfsleyfi

Íslenskir fjárfestar hf. hófu starfsemi sína árið 1994 sem verðbréfamiðlun. Í dag eru Íslenskir fjárfestar verðbréfafyrirtæki sem starfar samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Íslenskir fjárfestar fengu starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki árið 2016 og tekur starfsleyfið til móttöku og miðlunar fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmdar fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina og fjárfestingarráðgjafar, sbr. a-, b-, og d-liði 6. tölul. 1. mgr. 3.gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

 Hluthafar

 

Nafn hluthafa Endanlegur eigandi Hlutafé Eignarhlutur
G 62 ehf Sigurður Hreiðar Jónsson 2.350.000 15,67%
Jökulvík ehf. Jónas Guðmundsson 900.000  6,00 %
Norðurvör ehf. Þorbjörn Atli Sveinsson 2.350.000 15,67%
RedRiverRoad ehf. Hannes Árdal 2.350.000 15,67%
Selsvellir ehf Gunnar Freyr Gunnarsson 2.350.000 15,67%
Tómas Karl Aðalsteinsson 4.700.000 31,33%
15.000.000 100%

Regluvarsla

Regluvarsla félagsins er í höndum Beljanda ehf.

Regluvörður félagsins er Arnar Þór Sæþórsson, hdl.,

regluvarsla@fjarfestar.is

Endurskoðandi

Endurskoðandi félagsins er Knútur Þórhallsson hjá Advant.

Innri endurskoðandi félagsins er Ómar Davíðsson hjá Löggiltum endurskoðendum ehf.

shutterstock_1053350330