Hvernig starfar verðbréfasjóður?

Hægt er að hugsa sér verðbréfasjóð sem stóran pott þar sem fjöldi fjárfesta greiða inn misháar upphæðir.  Þessum potti er stjórnað af sjóðsstjórn sem starfar eftir grundvallarreglum um áhættudreifingu þ.e.a.s. peningunum er ráðstafað til að kaupa mismunandi verðbréf (hlutabréf, verðbréf með föstum vöxtum, peningamarkaðsbréf o.þ.h.) eftir fyrirfram ákveðinni fjárfestingastefnu. Kaupi nú fjárfestir hluti í slíkum verðbréfasjóði þá ræðst hlutdeild hans í pottinum af fjárhæð innborgananna.

Heildarverðmæti sjóðsins (e. net asset value = NAV) hækkar nú annaðhvort við inngreiðslur frá fjárfestum þegar þeir kaupa hluti í sjóðnum eða við það sjóðurinn hagnast af fjárfestingum sínum. Á hinn bóginn lækkar heildarverðmæti sjóðsins við útgreiðslur til fjárfesta er þeir selja hlutisína eða við það að sjóðurinn tapar á fjárfestingum sínum.

Inngreiðslur eða útgreiðslur vegna kaupa eða sölu hluta hafa þó engin áhrifá verðmæti hvers hlutar í sjóðnum eins og sést af eftirfarandi dæmi:

  • Fjárfestir 1 greiðir inn 100 Evrur.
  • Fjárfestir 2 greiðir inn 1.000 Evrur.
  • Fjárfestir 3 greiðir inn 10.000 Evrur.Heildarverðmæti sjóðsins (NAV) er þar af  leiðandi 11.100 Evrur.

Ef við gefum okkur að verð hvers hlutar sé 100 Evrur þá er heildarfjöldihlutanna 111.

Nú reiknum við með að heildarverðmæti sjóðsins hækki þar sem sjóðurinn hafi hagnast af fjárfestingum sínum um 10 % án þess að nýir fjárfestar hafi bæst í hópinn. Heildarverðmæti sjóðsins hefur því hækkað og er nú 12.210 Evrur.

Verð hvers hlutar hefur nú hækkað í 110 Evrur (12.210 Evrur deilt á 111 hluti = 110 Evrur).

Fjárfestir 2 ákveður að selja hluti sína og fær samtals 1.100 Evrur fyrir þá10 hluti sem hann á í sjóðnum.

Heildarverðmæti sjóðsins breytist nú aftur og er 11.110 Evrur og hlutirnir orðnir 101. Verð hvers hlutar er 110 Evrur og hefur því ekki breyst þrátt fyrir að fjárfestir 2 hafi selt sína hluti.

Heildarverðmæti sjóðsins 11.110 Evrur deilt á 101 hluti = 110 Evrur.