Íslenskir fjárfestar

Löggilt verðbréfamiðlun síðan 1994

Algengar ástæður fyrir mistökum við fjárfestingar

Verðmæti eignasafna (e. depots) getur oft hækkað til lengri tíma litið ánþess að nokkur fylgist með árangrinum eða meti áhættu safnsins. Auk þess eru oft gerð grundvallarmistök við val á verðbréfum í eignasöfn sem leiða til þess að samsetning margra eignasafna verður vægast sagt mjög óarðbær. Þetta á ekki eingöngu við um eignasöfn sem einstaklingar hafa sjálfir sett saman heldur á þetta einnig við um eignasöfn þar sem einstaklingarnir hafa notið aðstoðar fjárfestingarráðgjafa.

Rannsóknir sem gerðar hafa verið fyrir banka og tryggingafyrirtæki sýna að við uppbyggingu slíkra eignasafna eru alltaf gerð sömu grundvallarmistökin: Einhæfar fjárfestingar gera eignasafnið áhættumeira.

Á grundvelli nýrrasálfræðirannsókna hefur verið leitast við að útskýra af hverju fjárfestar gera slík mistök. Þekkt er að fjárfestar hafa tilhneigingu til þess að fjárfesta í innlendum verðbréfum eða í besta falli verðbréfum einhvers nágrannaríkis. Fyrir valinu verða ekki eingöngu viss lönd eða landshlutar heldur einnig ákveðnar greinar atvinnulífsins. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Þýskalandi sýna að nærri 40 prósent þýskra einstaklingsfjárfesta kaupa verðbréf  sem útgefin eru af þýskum fyrirtækjum. Þar eru verðbréf  banka, efnaframleiðslu-, lyfja- og fjarskiptafyrirtækja eftirsóttust. Þá velja fjárfestar gjarnan atvinnugreinar þar sem þeir starfa sjálfir.

Vandamál slíkra svæðisbundinna fjárfestinga og atvinnugreinafjárfestinga (þ.e. einhæfra fjárfestinga) eru þau að slíkar fjárfestingar verða allar fyrir sams konar áföllum á sama tíma þegar markaðsaðstæður breytast.

Þessu til viðbótar kemur að einstaklingsfjárfestar einskorða sig við kaupbréfa í fáum félögum þegar þeir kaupa hlutabréf eða fjárfesta í sérhæfðum sjóðum. Fjárfestar sem greinilega eru undir áhrifum frá samanburðarlistum (e. raiting lists) og fréttum úr fjölmiðlum eða reiða sig á “góð ráð” (e.tips) eru oftast stefnulausir við val sitt á verðbréfum (e. stockpicking).

Ofangreind atriði eru aðeins örfá dæmi um mistök einstaklingsfjárfesta viðfjárfestingar í verðbréfum.

Lærum af þeim reynslumeiri

Hér má spyrja sig þeirrar spurningar hvað geri stofnanafjárfesta (e.institutional investors) hæfari við val á mismunandi fjárfestingakostum ogþá hvernig einstaklingsfjárfestar geti lært af hegðun þessara atvinnufjárfesta (e. professional investors) á verðbréfamörkuðunum.

Vísindalegar rannsóknir á stofnanafjárfestum hafa leitt í ljós að þeir njóta sérhæfingarinnar í samanburði við einstaklingsfjárfesta sem síðan kemur venjulega fram í betri árangri af fjárfestingum þeirra.

Frá ráðgjöf um einstök verðbréf til ráðgjafar um verðbréfasafn

Meginástæðan fyrir almennt betri ávöxtun fjárfestinga stofnanafjárfesta umfram einstaklingsfjárfesta er sú að þeir raða saman sérvöldum verðbréfum á skipulagðan hátt og verður þannig til sérvalið verðbréfasafn (e. portfolio).

Þeir leggja sérstaka áherslu á skipulag verðbréfasafnsins og leitast á þann hátt við að draga úr áhættunni af rangri samsetningu þess.  Í reynd eru við þetta notaðir viðamiklir fjármálalegir útreikningar sem grundvallaðir eru á sérhæfðri hugmyndafræði um verðbréfasöfn.  Hér hefur hið svonefnda líkan um verðmyndun eigna (e. capital asset pricing model=CAPM) sérstöðu en það þróaðist á árunum 1950 til 1970 með þátttöku fjölmargra vísindamanna.  Hér skaraði bandaríski vísindamaðurinn Harry M. Markowitz fram úr en hann hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1990 fyrir líkön sín til að meta áhættu og arðsemi á hlutabréfamarkaði og verðmat hlutabréfa og skuldabréfa útgefnum af fyrirtækjum.