Stjórnháttaryfirlýsing

Stjórn Íslenskra fjárfesta hf. hefur ákvarðað eftirfarandi stefnu varðandi stjórnarhætti í samræmi við 3. mgr. 19. gr. laga nr. 161/2002.

Íslenskir fjárfestar hf. fylgja leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja útgefnum af Viðskiptaraði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq OMX Iceland. Ennfremur hafa íslenskir fjárfestar hf. að leiðarljósi kjörorð sín: trúnaður, öryggi og traust.

Stjórnháttaryfirlýsing þessi er birt a heimasíðu félagsins og ársskýrslu.

Fram kemur í leiðbeiningum fra Viðskiptaraði Islands, Samtokum atvinnulífsins og Nasdaq OMX Iceland að stjórnendur hafi ákveðið svigrúm til að vikja frá einstökum atriðum þeirra og í þeim tilfellum skýra frá ástæðum frávika. Íslenskir fjárfestar hf. vikja frá þessum atriðum leiðbeininganna:

 

Vegna smæðar felagsins er m.a. vikið fra eftirfarandi lið um i ofangreindum leiðbeiningum:

o 1.1 um að upplýsa um aðalfund a heimasíðu felagsins þegar dagsetning og tfmasetning hefur verið ákveðin.

o 3.1 að fyrir liggi starfslýsing um störf og ábyrgð stjórnarformanns.

o 6.2 um upplýsingar um birtingu um hluthafafundi félagsins og fundargerðir þeirra á vefsíðu félagsins. Einnig birtir felagið ekki ársreikninga né skýrslur stjórnar a vefsíðu sinni.

 

Félagið hefur fengið undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu varðandi útvistun innri endurskoðunnar, liður 2.7.

 

Stjórn fslenskra fjarfesta hf. hefur ekki sett sér skrifleg viðmið um siðferði né stefnu um samfélagslega ábyrgð félagsins eins og fram kemur i lið 2.10.