Núna get ég ekki fjárfest

Aldur 18 til 25 ára

Ætti ég að fjárfesta? Ertu að gera grín að mér?  Ég er að mennta mig. Það getur ekki verið að þú ætlist til þess að ég fjárfesti.  Ég er ungur/ung og vil skemmta mér. Ég fjárfesti strax og ég hef lokið námi.”

Aldur 25 til 35 ára

“Þú getur ekki ætlast til að ég fari að fjárfesta einmitt núna? Gleymdu því ekki að það eru aðeins fá ár frá því að ég byrjaði að vinna. Í augnablikinu verð ég að fjárfesta í frekari menntun til þess að komast áfram í starfi. Bíddu þar til ég er orðinn aðeins eldri. Ég hef ennþá nægan tíma.”

Aldur 35 til 45 ára

“Hvernig ætti ég að geta fjárfest? Sem fjöldskyldufaðir hef ég útgjöld sem aldrei fyrr. Þegar börnin eru orðin aðeins eldri get ég farið aðhuga að fjárfestingum.”

Aldur 45 til 55 ára

“Ég vildi óska að ég gæti fjárfest núna, en það dæmi gengur bara ekki upp með tvö börn í háskóla. Það kostar mig alla mína peninga og gott betur. Ég hef meira að segja orðið að taka lán nú síðustu árin til þess aðgeta greitt fyrir menntun barnanna. En þetta varir ekki endalaust og eftir þetta get ég byrjað að fjárfesta.”

Aldur 55 til 65 ára

“Ég veit vel að ég ætti að fjárfesta en ég er frekar auralítill.Fyrir mann á mínum aldri er erfitt að leggja til hliðar.  Af hverju byrjaðiég ekki fyrir 20 árum að fjárfesta mánaðarlega þó ekki hefði verið með nemalágum fjárhæðum í senn.  Kannski fellur mér eitthvað til.”

Aldur yfir 65

“Tja, nú er það víst orðið of seint. Við búum hjá elsta syniokkar. Það er að vísu ekki gott en hvað getum við gert? Við höfum auðvitaðlífeyrissjóðinn sem er ekki hár þar sem ég var sjálfstætt starfandi ogþurfti ekki að greiða í hann alla tíð. Nú og svo er það ellistyrkurinn. Enhver getur svo sem lifað af því?  Bara að ég hefði fjárfest meðan ég hafðipeningana milli handanna til þess. Þegar tekjurnar þverra er nokkuð seint í rassinn gripið og nú er orðið of seint að byrja að fjárfesta.”